Margur er knár þó hann sé smár!
Huong Suan Nguyen fluttist til Íslands frá Vítenam í mars árið 2000 ásamt fjölskyldu sinni. Þegar Huong eða Emily, eins og hún vill láta kalla sig fluttist til landsins skildi hvorki né fjölskylda hennar orð í íslensku. Huong eignaðist vinkonu þegar hún fluttist til Keflavíkur og ræddu þær saman á ensku og tókst henni að bjarga sér á ensku tungumáli. Samband hennar við þessa vinkonu slitnaði stuttu seinna og þá hún þurfti hún að læra að tjá sig á íslensku. Nú talar Emily góða íslensku og lauk samræmdu prófi með einstökum árangri. Snorri Birgisson ræddi stuttlega við Emily um námsárangurinn, félagslífið og muninn á því að búa hér á landi og í Víetnam.
Lærði íslensku á því að hlusta
Huong Suan Nguyen er fædd og uppalin í Víetnam og bjó þar til ársins
2000 þegar hún fluttist ásamt móður sinni, föður og litla bróður tilÍslands.
Emily fór ekki að læra íslensku fyrr en hálfu ári eftir að húnflutti til Íslands. Emily lærði íslensku með því að hlusta á jafnaldra sína og ákvað upp á eigin spýtur að reyna að tala ekkert annað en íslensku og henni fannst sérlega auðvelt að læra einungis með því að hlusta á bekkjarsystkini sín. Í vetur vann Emily grunnskólakeppni tíundu bekkinga í stærðfræði á Suðurnesjum og lauk STÆ 103 í FS með einkunnina 10.
Emily lauk samræmdum prófum úr Myllubakkaskóla með mjög góðum árangri, lokaeinkunnir hennar voru, í náttúrufræði 8,5 og 8,0 ensku. Þá fékk hún 9,0 í stærðfræði og 6,5 í íslensku sem er stórfenglegur árangur miðað við nemanda sem hefur aðeins búið hér á landi í tvö ár og kemur úr gerólíku
málumhverfi.
Vann í skorpum fyrir samræmdu prófin
Hún segist hafa byrjað að undirbúa sig einum mánuði fyrir samræmdu
Prófin og inn á milli segist hún hafa orðið löt við lesturinn. Síðustu tvær vikurnar fyrir prófin las hún mjög mikið og segist hafa einbeitt sér að náttúrufræðiprófinu þar sem hún hefur mikinn áhuga á raungreinum og stefnir jafnvel í að fara á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Emily segist hafa fengið góða hjálp frá Ölmu Vestmann, umsjónarkennara sínum í Myllubakkaslóla og segir að stoðtímarnir sem hún sótti hjá Ölmu hafi verið alveg nauðsynlegir og þeir hafi hjálpað sér rosalega mikið bæði til að ná tökum á námsefninu og tungumálinu. Í samtali við umsjónarkennara Emily kom fram að kennari geti aðstoðað nemendur sína við námið. Nemendur verði hins vegar að vinna verkið og uppskeran sé þeirra.
Fer oft til Reykjavíkur
Emily segist fara oft til Reykjavíkur um helgar en þar búa margir Víetnamar. Hún segist eiga marga vini í Reykjavík. Í Keflavík búa þrjár fjölskyldur frá Víetnam og segir Emily að í þeim sé engin krakki á hennar aldri. Emily á þó tvo frændur á svipuðum aldri sem búa í Keflavík, annar er 18 ára, nemandi í Fjölbrautaskólanum og hinn í 9. bekk Myllubakkaskóla.
Meira frelsi unglinga á Íslandi
Emily finnst unglingar á Íslandi njóta meira frelsis en í Vítenam. Það
er ólíkt því sem hún þekkir að sjá jafnaldra sína eiga kærustur og kærasta án þess að foreldrarnir geri einhverjar athugasemdir við það. Í Vítenam er mjög sjaldgæft að krakkar á hennar aldri eignist kærasta og kærustu og er það yfirleitt ákvörðun foreldra sem skiptir máli. Þá segir hún einnig að það sé mun auðveldara að læra á Íslandi ef maður hefur áhuga, en í Víetnam. Þar er mikil harðstjórn í kennslu og krakkarnir fá lítið frelsi. Henni finnst skipta miklu máli að hafa ákveðið frelsi eða val í námi.
Kennarar og nemendur a Íslandi eins og vinir
Þegar Emily er spurð að því hvernig henni finnist kennslufyrirkomulag hér á Ísland segir hún að það sem skipti hana miklu máli hér sé hversu gott samband nemanda og kennara er. Hún segir kennara og nemanda vera eins og góða vini, ólíkt því sem hún vandist í heimalandi sinu. Þá segir Emily einnig að þar sé erfiðara að tala við kennara sína um vandamál. Á Íslandi sé mjög gott að ræða við kennara og segist hún geta rætt við þá eins og góða vini sína. Emily kemur úr stórri fjölskyldu frá Víetnam, en móðir hennar er eina konan af átta systkinum. Elsti móðurbróðir Emily hafði búið hér á landi í nokkur ár þegar hann vildi að þau flyttust til Íslands.
Eftir smá umhugsun slógu þau til og settust að hér á landi í mars 2000.
Erfitt að fá vinnu í heimalandinu
Emily segir að það sé mjög erfitt að fá vinnu í Víetnam. Þrátt fyrir góða menntun er ekki auðvelt að fá starf og hafi þaðverið megin ástæða þess að fjölskyldan flyttust til Íslands. Emily segir að þau hafi komið sér vel fyrir hér á landi og hér sé gott að vera, þrátt fyrir að hér sé allt öðruvísi menning en hún hafi vanist.
Stefnir á að verða stúdent
Emily hefur ákveðið að halda áfram námi og stefnir á að verða stúdent
Frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Miðað við gengi í samræmdu prófunum mun
framhaldsskólinn ekki vefjast fyrir þessari ungu og efnilegu námsstúlku sem á framtíðina fyrir sér. Emily hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi
námsárangur í raungreinum við skólaslitin í.
Lærði íslensku á því að hlusta
Huong Suan Nguyen er fædd og uppalin í Víetnam og bjó þar til ársins
2000 þegar hún fluttist ásamt móður sinni, föður og litla bróður tilÍslands.
Emily fór ekki að læra íslensku fyrr en hálfu ári eftir að húnflutti til Íslands. Emily lærði íslensku með því að hlusta á jafnaldra sína og ákvað upp á eigin spýtur að reyna að tala ekkert annað en íslensku og henni fannst sérlega auðvelt að læra einungis með því að hlusta á bekkjarsystkini sín. Í vetur vann Emily grunnskólakeppni tíundu bekkinga í stærðfræði á Suðurnesjum og lauk STÆ 103 í FS með einkunnina 10.
Emily lauk samræmdum prófum úr Myllubakkaskóla með mjög góðum árangri, lokaeinkunnir hennar voru, í náttúrufræði 8,5 og 8,0 ensku. Þá fékk hún 9,0 í stærðfræði og 6,5 í íslensku sem er stórfenglegur árangur miðað við nemanda sem hefur aðeins búið hér á landi í tvö ár og kemur úr gerólíku
málumhverfi.
Vann í skorpum fyrir samræmdu prófin
Hún segist hafa byrjað að undirbúa sig einum mánuði fyrir samræmdu
Prófin og inn á milli segist hún hafa orðið löt við lesturinn. Síðustu tvær vikurnar fyrir prófin las hún mjög mikið og segist hafa einbeitt sér að náttúrufræðiprófinu þar sem hún hefur mikinn áhuga á raungreinum og stefnir jafnvel í að fara á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Emily segist hafa fengið góða hjálp frá Ölmu Vestmann, umsjónarkennara sínum í Myllubakkaslóla og segir að stoðtímarnir sem hún sótti hjá Ölmu hafi verið alveg nauðsynlegir og þeir hafi hjálpað sér rosalega mikið bæði til að ná tökum á námsefninu og tungumálinu. Í samtali við umsjónarkennara Emily kom fram að kennari geti aðstoðað nemendur sína við námið. Nemendur verði hins vegar að vinna verkið og uppskeran sé þeirra.
Fer oft til Reykjavíkur
Emily segist fara oft til Reykjavíkur um helgar en þar búa margir Víetnamar. Hún segist eiga marga vini í Reykjavík. Í Keflavík búa þrjár fjölskyldur frá Víetnam og segir Emily að í þeim sé engin krakki á hennar aldri. Emily á þó tvo frændur á svipuðum aldri sem búa í Keflavík, annar er 18 ára, nemandi í Fjölbrautaskólanum og hinn í 9. bekk Myllubakkaskóla.
Meira frelsi unglinga á Íslandi
Emily finnst unglingar á Íslandi njóta meira frelsis en í Vítenam. Það
er ólíkt því sem hún þekkir að sjá jafnaldra sína eiga kærustur og kærasta án þess að foreldrarnir geri einhverjar athugasemdir við það. Í Vítenam er mjög sjaldgæft að krakkar á hennar aldri eignist kærasta og kærustu og er það yfirleitt ákvörðun foreldra sem skiptir máli. Þá segir hún einnig að það sé mun auðveldara að læra á Íslandi ef maður hefur áhuga, en í Víetnam. Þar er mikil harðstjórn í kennslu og krakkarnir fá lítið frelsi. Henni finnst skipta miklu máli að hafa ákveðið frelsi eða val í námi.
Kennarar og nemendur a Íslandi eins og vinir
Þegar Emily er spurð að því hvernig henni finnist kennslufyrirkomulag hér á Ísland segir hún að það sem skipti hana miklu máli hér sé hversu gott samband nemanda og kennara er. Hún segir kennara og nemanda vera eins og góða vini, ólíkt því sem hún vandist í heimalandi sinu. Þá segir Emily einnig að þar sé erfiðara að tala við kennara sína um vandamál. Á Íslandi sé mjög gott að ræða við kennara og segist hún geta rætt við þá eins og góða vini sína. Emily kemur úr stórri fjölskyldu frá Víetnam, en móðir hennar er eina konan af átta systkinum. Elsti móðurbróðir Emily hafði búið hér á landi í nokkur ár þegar hann vildi að þau flyttust til Íslands.
Eftir smá umhugsun slógu þau til og settust að hér á landi í mars 2000.
Erfitt að fá vinnu í heimalandinu
Emily segir að það sé mjög erfitt að fá vinnu í Víetnam. Þrátt fyrir góða menntun er ekki auðvelt að fá starf og hafi þaðverið megin ástæða þess að fjölskyldan flyttust til Íslands. Emily segir að þau hafi komið sér vel fyrir hér á landi og hér sé gott að vera, þrátt fyrir að hér sé allt öðruvísi menning en hún hafi vanist.
Stefnir á að verða stúdent
Emily hefur ákveðið að halda áfram námi og stefnir á að verða stúdent
Frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Miðað við gengi í samræmdu prófunum mun
framhaldsskólinn ekki vefjast fyrir þessari ungu og efnilegu námsstúlku sem á framtíðina fyrir sér. Emily hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi
námsárangur í raungreinum við skólaslitin í.