Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sunnudagur 5. janúar 2003 kl. 16:49

Margt um manninn á jólaballi Krónu og Króna í Stapa

Það var mikið fjör á jólaballi Krónu og Króna í Stapanum í dag þegar ljósmyndari Víkurfrétta leit þangað inn. Hljómsveit tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék jólalög og dönsuðu gestirnir í kringum jólatré sem var á miðju dansgólfinu en bæjarbúar fjölmenntu í Stapann í dag. Króna og Króni litu í heimsókn og dönsuðu við börnin og jólasveinarnir létu einnig sjá sig og skemmtu börnunum sem voru auðvitað mjög ánægð með þessa óvæntu heimsókn.Jólaballið hófst kl. 15:00 og stóð til 17:00 og var ekki betur séð en allir skemmtu sér konunglega.

Myndin: Krakkarnir á myndinni skemmtu sér konunglega og tóku sér smá pásu eftir dansinn enda tekur það á að dansa í kringum jólatréð!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024