Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Margt ókeypis í boði fyrir FS-inga
    Frá bókasafni FS á verkfallsdegi.
  • Margt ókeypis í boði fyrir FS-inga
Miðvikudagur 26. mars 2014 kl. 09:52

Margt ókeypis í boði fyrir FS-inga

- á meðan á verkfalli stendur.

Verkfall framhaldsskólakennara stendur nú yfir og margvísleg er í boði fyrir nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Reykjanesbær hefur þegar ákveðið að bjóða nemendum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja frítt í Sundmiðstöðina/Vatnaveröld alla morgna til kl. 12:00. Þá verður einnig frítt á söfn og nemendur geta fengið frí bókasafnskort.

88 húsið er opið virka daga fyrir nemendur FS frá kl. 10:00. Þar er heitt á könnunni, aðgangur að tölvum og prenturum.

Í Duushúsum eru 4 sýningarsalir og opið frá kl. 12-17 virka daga og 13-17 um helgar:

• Listasalur: Þar er ný sýning, MANNLEGAR VÍDDIR, þar sem þeir Stephen Lárus Stephen og Stefán Boulter sýna mannamyndir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

• Bátasalur, yfir 100 bátalíkön eftir Grím Karlsson og munir frá Byggðasafni Reykjanesbæjar tengdir sjávarútvegssögu landsins.

• Gryfjan, Á vertíð - Þyrping verður að þorpi, sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar um þróun byggðar á svæðinu.

• Bíósalur, málverk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar.

Í Víkingaheimum eru 5 sýningar:

VÍKINGASKIPIÐ ÍSLENDINGUR
Skipið er nákvæm eftirgerð af Gauksstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr.

VÍKINGAR NORÐUR-ATLANTSHAFSINS
Sýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður- Ameríku.

LANDNÁM Á ÍSLANDI
Merkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi.

ÖRLÖG GUÐANNA
Sýning um norræna goðafræði og goðsögur þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild.

SÖGUSLÓÐIR Á ÍSLANDI
Kynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér.
Opið frá kl. 12-17 alla daga.
Víkingabraut 1
vikingaheimar.is