Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Margt í boði og það er geggjað
Erna Dís Friðriksdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 1. ágúst 2022 kl. 10:00

Margt í boði og það er geggjað

Staða ungmenna á vinnumarkaði:

Erna Dís Friðriksdóttir er tuttugu ára og vinnur sem öryggisvörður hjá Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hún segir stöðu ungmenna á vinnumarkaði vera góða og margt vera í boði.
Af hverju ákvaðst þú að sækja um þessa vinnu?

Ég hef nánast alltaf verið á sama staðnum yfir sumarið en vildi breyta til.

Hvað ert þú að gera í vinnunni?

Ég er í öryggisgæslu flugvallarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hvað er það skemmtilegasta við vinnuna þína?

Það skemmtilegasta er félagsskapurinn og fjölbreytileikinn í starfinu.

Hvar sóttir þú um fyrir sumarið?

Ég sótti um þessa vinnu í gegnum Isavia.

Var erfitt fyrir þig að finna sumarvinnu?

Ég hef alltaf verið frekar heppin þegar ég sæki um vinnu fyrir sumarið en Isavia bauð mér starfið nánast strax og ég tók því.

Hvernig finnst þér staða ungs fólks á vinnumarkaðnum vera núna?

Mér finnst staða ungs fólks vera góð á vinnumarkaðnum.

Fannst þér margt í boði fyrir fólk á þínum aldri?

Já, mér fannst margt vera í boði sem mér fannst geggjað.

Hvað mætti gera til þess að koma til móts við ungmenni á vinnumarkaði?

Mér finnst þurfa að auðvelda vinnu með íþróttum og námi.