Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 6. september 2002 kl. 09:38

Margt í boði fyrir börnin á Ljósanótt

Á laugardaginn verður mikið um dýrðir fyrir börnin um allan Reykjanesbæ í tilefni af Ljósanæturhátíðinni. Börnin geta farið í sérstakt Leikjaland þar sem ýmis sprelltæki verða í boði, t.d. trampólín, risabox og risarennibraut. Café Duus býður börnunum upp á andlitsmálun, hoppukastala og leiktæki. Á grasflötinni við Vesturbraut sýna Skátarnir starf sitt og syngja skátalög, en Bæjarstjórinn, Árni Sigfússon mætir með gítarinn klukkan 16.30 og tekur lagið með skátunum.Veltubílinn verður við Hafnargötuna og víkingar skylmast á hringtorginu við Duus húsin. Víkurhestar bjóða uppá hestvagnaferðir sem farnar verða frá Upplýsingamiðstöðinni, Hafnargötu 8 og kostar ferðin 200 krónur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024