Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Margt í boði á Safnahelgi - síðari dagurinn í dag
Sunnudagur 15. mars 2015 kl. 12:36

Margt í boði á Safnahelgi - síðari dagurinn í dag

Margt er í boði á Safnahelgi á Suðurnesjum en seinni dagur helgarinnar er í dag, sunnudag. Meðal stærstu atburða dagsins verður opnun einkasýningar tónlistarmannsins Páls Óskars í Hljómahöll.

Fjölmargar sýningar eru í boði um öll Suðurnesin. Menningarvika Grindavíkur er hluti af Safnahelgi á Suðurnesjum og dagskráin í bæjarfélaginu er myndarleg. Í dag verður m.a. ný íþróttamiðstöð opin almenningi til sýnis. Þá opnar hinn kunni sænski listamaður Sture Berglund málverkasýningu í Framsóknarhúsinu en hann kom gagngert til Grindavíkur til að sýna í menningarvikunni.

Sjáið alla dagskránna á safnhelgi.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ókeypis er á allar sýningar á Safnahelgi á Suðurnesjum.