Margt breytist á stuttum tíma!
Það er mikil harka hlaupin í kosningabaráttuna á Suðurnesjum og sérstaklega á milli fyrrum samherjanna Kristjáns Pálssonar og Árna Ragnars Árnasonar. Skjóta þeir föstum skotum á hvorn annan í umræðuþáttum sem verið hafa upp á síðkastið. Fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum birtist mynd af þeim félögum á baksíðu Víkurfrétta þar sem þeir stóðu þétt saman og báðu fólk um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það sama er ekki upp á teningnum í dag og takast þeir harkalega á þar sem þeir mætast. Já - svona fer pólitíkin með fólk!
Mynd úr auglýsingu Sjálfstæðisflokksins fyrir fjórum árum síðan.
Mynd úr auglýsingu Sjálfstæðisflokksins fyrir fjórum árum síðan.