Margrét Leópolsdóttir sýnir í Sandgerði
Fimmtudaginn 25. júlí n.k. opnar Margrét O. Leópoldsdóttir myndlistarsýningu sem ber nafnið Auðsær í Fræðasetrinu í Sandgerði. Þetta er önnur einasýning Margrétar sem útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2001. Umfjöllunarefni Margrétar í listinni hafa beint og óbeint með mannfræði að gera; maðurinn, hegðun hans og viðbrögð við umhverfi sínu. Myndlistarmenn hafa í árhundruði haft hafið til umfjöllunar í list sinni. Miðað við hvað Íslendingar eru háðir hafinu og þá staðreynd að byggð landsins fylgir ströndum þess er sérkennilegt að svo fáir íslenskir myndlistarmenn hafi gert hafið að umfjöllunarefni sínu. Ef til vill er það vegna þess að fjarlægðin gerir fjöllin blá og þau því meira spennandi fyrir strandbúann? Margrét O. Leópoldsdóttir er fædd og uppalin við mikla náttúrufegurð. lengst inní uppsveitum Borgarfjarðar. Er það þessi fjarlægð á hafið sem gerir það svo heillandi fyrir hana?
Sýningin stendur fram til 20. ágúst n.k. og er opin á sama tíma og Fræðasetrið í Sandgerði.
Myndin: Sjórinn ljósmyndaður með digital ljósmyndunarvél í gegnum kíkinn á fræðrasetrinu í Sandgerði.
Sýningin stendur fram til 20. ágúst n.k. og er opin á sama tíma og Fræðasetrið í Sandgerði.
Myndin: Sjórinn ljósmyndaður með digital ljósmyndunarvél í gegnum kíkinn á fræðrasetrinu í Sandgerði.