Margrét frá Hellum Vatnsleysuströnd sýnir í Saltfisksetrinu
Haustsýning Margrétar Brynjólfsdóttur, frá Hellum á Vatnsleysuströnd, opnaði um helgina í Saltfisksetrinu í Grindavík.
Þetta er 11 einkasýning Margrétar sem hefur einnig tekið þátt í tveimur samsýningum.
Margrét hefur unnið að myndlist í nærri tvo áratugi, lært hjá ýmsum listamönnum og kennt myndmennt í grunnskóla í Reykjavík.
Verk Margrétar eru nær eingöngu olíumálverk unnin á striga, kraftmiklar náttúrustúdíur og sjávargrjót.
Mynd-VF/IngaSæm