Margrét Bára sýnir í Saltfisksetrinu
Margrét Bára Sigmundsdóttir opnaði málverkasýningu í Listsýningarsal Saltfiskseturs Íslands sl. laugardag. Sýningin stendur til mánaðarmóta jan/feb, en Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11:00-18.
Á heimsíðu Grindavikurbæjar kemur fram að Margrét Bára á ættir að rekja til Grindavíkur þar sem hún er sonardóttir Guðrúnar Steinsdóttur frá Karlsskála.






