Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Margir vilja fara út að leika
    Börn að leik úti við.
  • Margir vilja fara út að leika
Fimmtudagur 16. apríl 2015 kl. 10:00

Margir vilja fara út að leika

Góð viðbrögð við aðsendu greininni „Klukk, þú ert’ann!“

„Ég hef aðallega verið að fá viðbrögð í formi samskipta á Facebook. Hugmyndir hafa kviknað víða um virkja íbúa hverfa til samveru og útiveru. Fólk hefur spurt okkur hjónin hvernig hægt sé að koma hugmyndum í framkvæmd. Fólk þurfti bara smá spark í rassinn,“ segir Guðmundur Stefán Gunnarsson, íbúi í Reykjanesbæ. 

Víkurfréttir birtu í síðustu viku grein eftir hann, „Klukk, þú ert’ann!“ sem vakið hefur mikla athygli. Greininni hefur m.a. verið deilt á hverfissíðum á Facebook og umræða hefur orðið um að sniðugt væri að sameinast um að skipuleggja útiveru foreldra og barna. „Í mínu hverfi ætlum við t.d. að hittast við Akurskóla í næstu viku og fara í leiki með börnunum okkar og grilla saman og fara í leiki á Jónsmessunni. Þetta er sjálfbært verkefni og það er sjálfsagt að hjálpa fólki að finna réttu leiðirnar til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Hættum að röfla um hvað allt er dýrt og gerum það sem við getum gert til að búa til betra samfélag fyrir krakkana okkar,“ segir Guðmundur.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024