Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Margir vildu vita meira um samfélagsmiðlana
Miðvikudagur 27. janúar 2016 kl. 11:00

Margir vildu vita meira um samfélagsmiðlana

„Verið á færri samfélagsmiðlum og sinnið þeim betur,“ sagði Þóranna Jónsdóttir, „markaðsnörd“ á fyrirlestri hjá atvinnuþróunarfélaginu Heklunni í gær. Viðfangsefnið á fyrirlestrinum var samfélagsmiðlar en ekki er mjög langt síðan að þeir ruddu sér til rúms í netheimum með tilheyrandi áhrifum.

Þóranna, sem vinnur að markaðsmálum fór yfir það hvernig fyrirtæki og einstaklingar geti nýtt best þessa miðla í markaðssetningu á fyrirtækjum eða á vörum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Facebook er lang stærstur þessara miðla en yfir einn og hálfur milljarður notendur nýta hann í hverjum mánuði en Þóranna sagði að það væri ekki víst að hann virkaði fyrir þá aðila sem eru á fyrirtækjamarkaði, „buisness to buisness“, alla vega þarf að ganga úr skugga um að markhópur sem leitað sé eftir, sé þar til staðar. Á einstaklingsmarkaði sé Facebook hins vegar mjög sterkt.

Þóranna sagði að erfitt væri að sinna mörgum samfélagsmiðlum og mikill tími færi í það. Því væri nauðsynlegt að finna sína fjöl ef nota ætti þá í markaðsmálum. Hún fór yfir stærstu og þekktustu samfélagsmiðlana eins og Facebook, Twitter, LinkedIn, Pinterest, Youtube, Google+, Snapchat og Instagram en miðlarnir eru fleiri og það flækir málið. Miðlarnir eru ólíkir og þeir sinna mismunandi aldurshópum og áhugasviðum. Spurt var „Hvað á að ráða því hvar ég er?“ og „Hvar áttu að vera?“ Fundarmenn voru upplýstari eftir fyrirlesturinn sem var áhugaverður þó svör við þessum spurningum væru ekki endilega á hreinu því forsendur eru misjafnar.

Þóranna er í skemmtilegu viðtali í prentútgáfu Víkurfrétta í þessari viku þar sem hún ræðir markaðsmál.

Fundargestir voru áhugasamir um samfélagsmiðlana.