Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Margir svipir Keilis
Mánudagur 3. desember 2012 kl. 10:58

Margir svipir Keilis

Keilir er án efa þekktasta fjall Suðurnesja og eitt af þeim þekktari hérlendis. Á Suðurnesjum kenna Lionsmenn í Vogum og Kiwanismenn í Keflavík sig við Keili. Þá kennir  miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú sig við Keili og ein af þotum Icelandair ber nafn fjallsins.

Keilir hefur einnig verið yrkisefni og myndefni listamanna. Hann hefur verið ljósmyndaður frá öllum hliðum og árlega er takmark margra að ganga á þetta kunna fjall á Reykjanesskaganum.

Við hér hjá Víkurfréttum höfum Keili sem hluta af útsýni okkar af skrifstofum blaðsins á fjórðu hæð við Krossmóa í Reykjanesbæ. Meðfylgjandi myndir voru annars vegar teknar á föstudag og svo aftur nú í morgunsárið. Á þeim má sjá hversu ásýnd fjallsins er margbreytileg.

VF-myndir:  Hilmar Bragi
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024