Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Margir njóta útiverunnar um páskana
Mánudagur 21. apríl 2003 kl. 13:01

Margir njóta útiverunnar um páskana

Margir hafa notið útiverunnar um páskana. Fáir hafa verið á ferli í byggð, en fleiri farið út í náttúruna og notið þess að vorið er nú að störfum á fullum krafti með viðeigandi grósku og fuglalífi. Ljósmyndarar og blaðamenn Víkurfrétta, þeir Jóhannes Kr. Kristjánsson og Hilmar Bragi Bárðarson, tóku fram gönguskóna nú um páskana og gengu ágætis gönguleið frá Hvalsneskirkju til Sandgerðis.Á leiðinni er margt að sjá en vert er að benda á að nú er að hefjast varptími hjá æðarfugli og er æðarvarpið friðað fram í sjó. Því er ekki hægt að ganga fjöruna alla leið til Sandgerðis, heldur verður að fara upp á þjóðveginn á meðan farið er framhjá varpinu.

Nánar um gönguferðina í Víkurfréttum á föstudaginn.

Myndin: Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður og ljósmyndari mundar myndavélina. Á myndinni má sjá hólma vinstra megin og þar var æðarbóndi með hund sinn að vega mink. VF-mynd: hbb
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024