Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Margir mættu á Bleikan og opinn dag á HSS
Sigríður, Ásdís og Sveinbjörg voru ánægðar með bleikan og opinn dag. Vf-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 21. október 2022 kl. 11:36

Margir mættu á Bleikan og opinn dag á HSS

Fjöldi kvenna og nokkrir karlar mættu á Bleika daginn og opinn dag á Heilsugæslustöð HSS síðasta föstudag. Boðið var upp á margvíslegar mælingar og próf og þá kynnti Krabbameinsfélag Suðurnesja starfsemi sína og gaf bleika boli. 

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og næringafræðingar kynntu starfsemi heilsugæslunnar og buðu upp á blóðsykursmælingar, heyrnamælingar, öndunarpróf, blóðþrýstingsmælingar, ráðgjöf og fleira varðandi heilsu og lífsstíl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig var Sigrún Elva Einarsdóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands með fyrirlestur um krabbamein kvenna og mikilvægi brjóst- og leghálsskimana.

Sigríður Erlingsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, sagðist ánægð með mjög góða mætingu. „Þetta er svona vitundarvakning fyrir konur, þessi mánuður. Konur á Suðurnesjum hafa verstu mætingu í leghálsskimanir á landinu og við erum á svæði þar sem hátt hlutfall er af nýgreiningum krabbameins. Því viljum við hvetja konur til að koma í skimun. Ljósmæður sjá um leghálsskimar á HSS og hægt að bóka tíma þar.“

Þær Ásdís Ragna Einarsdóttir frá lýðheilsuráði Reykjanesbæjar og Sveinbjörg Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur á HSS, tóku undir það og sögðu svona dag mikilvægan og ánægjulegt hve margir hafi komið. Sveinbjörg sagði að það væru tvær nýjar deildar á HSS, annars vegar heilsuvernd aldaðra og heilsuvernd lífstíll og þá hefur lengi verið sykursýkismóttaka og hjúkrunarmóttaka en þetta og fleira var kynnt á opna deginum í starfsemi HSS.

Sigrún Elva Einarsdóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands var með fyrirlestur um krabbamein kvenna og mikilvægi brjóst- og leghálsskimana.