Margir í kreppudansi hjá Siggu
Sigríður Kristjánsdóttir, oft kennd við líkamsræktarstöðina Perluna bauð fólki í kreppudanstíma á H-punktinum sl. fimmtudagskvöld og mættu fjölmargir til að hrista sig og hafa gaman.
„Allir geta dansað og fátt sem léttir lundina betur en hress og skemmtilegur dans,“ sagði Sigga eftir fyrsta danskvöldið á fimmtudag. Hún segir nauðsynlegt að rífa fólk upp og vill með þessu leggja sitt af mörkum til þess að hrista aðeins upp í mannskaðnum. Aðgangseyrir er 500 kr. og verður dansað næstu fimmtudagskvöld á H-punktinum kl. 20.-21.30.