Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Margir heilsuðu upp á sauðkindina
Mánudagur 17. maí 2010 kl. 08:48

Margir heilsuðu upp á sauðkindina

Nokkur hundruð gestir lögðu leið sína í sérstaka vorveislu í Sandgerði um liðna helgi þar sem haldin var hátíð til heiðurs íslensku sauðkindinni. Hátíðin var í Listatorgi þar sem dagskráin fór fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Félagar í Listatorgi, lista- og menningarmálafélagi bæjarins ákváðu snemma í haust að undirbúa þennan viðburð til þess að varpa ljósi á hlutverk og notagildi hinnar íslensku sauðkindar í gegnum aldirnar.


Þar voru málverk með sauðkindinni í alls konar útfærslum, ullarvörur, glerlistaverk, leirlistaverk, servíettur, póstkort, skartgripir og fleira fallegt handverk til sýnis og sölu. Ull var spunnin á rokk og ljóð lesin. Fræðslukorn um sauðkindina voru frá nemendum grunnskólans.


Meðfylgjandi myndir voru teknar í Sandgerði á laugardaginn.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson