Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Már sigraði í hæfileikakeppni Samsuð
Auðunn Blöndal afhendir Má Gunnarssyni verðlaun fyrir sigurinn.
Mánudagur 15. desember 2014 kl. 11:09

Már sigraði í hæfileikakeppni Samsuð

Már Gunnarsson sigraði í hæfileikakeppni Samsuð annað árið í röð en hún fram fór í Stapa í sl. viku. Hljómsveitin M8's sigraði í hópakeppninni. Keppnin er haldin á vegum félagsmiðstöðva á Suðurnesjum. 
Auðunn Blöndal fór á kostum sem kynnir á kvöldinu. Atriðin voru 18 talsins og hæfileikarnir leyndu sér ekki hjá Suðurnesjafólki.

Dómarar kvöldsins voru þau Fríða Dís Guðmundsdóttir, Tómas Young, Sigurður Smári Hansson, Hanna Dís Gestsdóttir og Steindi JR, en sá síðastnefndi tróð einnig upp á meðan beðið var eftir úrslitum. Eftir keppnina var ball en DJ Stinnson hélt fjörinu gangandi til loka.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hljómsveitin M8's sigraði í hópakeppninni.

Sigga Ey sem sigraði Rímnaflæði á dögunum tók þátt.

Sigurvegarinn Már Gunnarsson.