Már í stuði á jólatónleikum
Tónlistarmaðurinn og lagahöfundurinn Már Gunnarsson hélt jólatónleika á veitingastaðnum Ránni í Keflavík í síðustu viku. Þar flutti kappinn þekkta jólatónlist og og einnig frumsamin lög. Á tónleikunum naut Már einnig aðstoðar systur sinnar, Ísoldar Wilberg, sem söng með honum nokkur lög. Enginn aðgangseyrir var að tónleikunum sem voru vel sóttir. Meðfylgjandi svipmyndir eru frá tónleikunum. Við sýnum einnig frá tónleikunum í sjónvarpsþætti VF á morgun.