Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Már flutti frumsamið lag um Vigdísi
Mánudagur 29. júní 2015 kl. 08:43

Már flutti frumsamið lag um Vigdísi

- á tónleikum við Arnarhól í gærkvöldi.

Már Gunnarsson, hæfileikaríki tónlistarmaðurinn, tónskaldið og sundkappinn úr NES í Reykjanesbæ, spilaði frumsamið lag um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands, á sviðinu við Arnarhól í gærkvöldi. Þar fór fram hátíðardagskrá í tilefni þess að 35 ár eru liðin síðan Vigdís var kjörin forseti. 

Ástæða þess að Már var þarna staddur var sú að Vigdís sá og heyrði hann koma fram í vetur og sagði þá við hann að hún ætlaði aldeilis að fylgjast með honum í framtíðinni. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Már er ekki óvanur að koma fram, en hann tróð upp ásamt Villa naglbít á hátíðinni List án landamæra í fyrra. 

Sögnkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir var meðal listamanna sem komu fram með Má. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar af sjónvarpsskjá í gærkvöldi.