Mánuður í Ljósanótt
Undirbúningur fyrir Ljósanótt 2006 er nú í fullum gangi og tekur dagskrá Ljósanætur stöðugt á sig betri mynd þegar um einn mánuður er til stefnu. Sem fyrr hefst Ljósanótt á fimmtudeginum og að þessu sinni verða unglingatónleikar við 88 Húsið að Hafnargötu með fjölda hljómsveita.
Vegleg dagskrá verður svo í gangi föstudag, laugardag og sunnudag og ber þá helst að nefna að fjölskylduskemmtunina „Fast þeir sóttu sjóinn“ í boði Glitnis. Fjölskylduskemmtunin verður við smábátahöfnina í Gróf á föstudeginum. Siglingakeppni, sportbílasýning, ljósalagið og flugeldasýning verða á laugardagskvöldinu svo eitthvað sé nefnt og á sunnudeginum er stefnt að samkirkjulegri hátíð og tónleikum henni tengdri.
Fólk er minnt á að hafa samband við aðstandendur Ljósanætur vegna skemmtiatriða sem það vill koma á framfæri á Ljósanótt. Hægt er að hafa samband við Steinþór, framkvæmdastjóra Ljósanætur og Ásmund verkefnastjóra á póstfanginu [email protected]