Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mannasiðir mikilvægir um helgina
Andrea Lind Hannah.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
föstudaginn 2. ágúst 2019 kl. 14:00

Mannasiðir mikilvægir um helgina

Andrea Lind Hannah er 23 ára nýbökuð kettlingamóðir með ofnæmi fyrir köttum.

Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég hef ekkert planað að gera um Verslunarmannahelgina. Kannski verður eitthvað óvænt skrall eða ég tek því bara rólega með kærastanum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín?
„Ég man ekki eftir neinu tilteknu versló djammi en ég man að ég fór einhvern tímann í útilegu á Akureyri þegar ég var um það bil sex ára og mig minnir að það hafi verið fjör.“

Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina?
„Fyrir flestar útiskemmtanir held ég að mannasiðir, hleðslubanki og vatn sé góður grunnur.“