Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mannakorn mætir á Sjóarann síkáta
Fimmtudagur 20. maí 2010 kl. 08:58

Mannakorn mætir á Sjóarann síkáta

Forsala aðgöngumiða á tónleika Mannakorna á Sjóaranum síkáta í Grindavík hefst 25. maí nk. Miðasalan fer fram í Saltfisksetrinu á opnunartíma safnsins frá kl. 11 - 18 alla daga (sími 420 1190). Miðaverð er 2.500 kr. í forsölu en 3.000 kr. við innganginn. Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 6. júní kl. 20:30 í íþróttahúsinu í Grindavík. Auglýsingu með tónleikunum má sjá í viðhengi.


Mannakorn hélt tvenna tónleika í Háskólabíói um síðustu helgi í tilefni af útgáfu nýrrar safnplötu og var uppselt á báða tónleikana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í aðalhlutverki verða að sjálfsögðu þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson, sem hafa verið kjölfestan í bandinu frá stofnun þess. Einvala lið tónlistarmanna verður þeim til halds og trausts:
Söngur: Ellen Kristjánsdóttir
Gítar: Stefán Magnússon
Trommur: Benedikt Brynleifsson
Slagverk: Ásgeir Óskarssson
Hljómborð: Eyþór Gunnarsson
Hljómborð: Þórir Úlfarsson
Bakraddir: Elísabet Eyþórsdóttir & Ragnheiður Helga Pálmadóttir.


Mannakorn þarf varla að kynna fyrir nokkrum manni. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 1976 og í heildina eru frumsamdar plötur nú orðnar 11 talsins. Fjöldi laga af þessum plötum eru orðin hluti af þjóðarsálinni og sannkölluð þjóðareign. Á tónleikunum má reikna með því að flutt verði öll þekktustu lög sveitarinnar og má þar nefna lög á borð við Einhversstaðar einhverntímann aftur, Braggablús, Garún, Gamli skólinn, Víman, Gamli góði vinur, Lilla Jóns, Reyndu aftur, Blús í G og Róninn.


Eins og áður sagði er safnplötan komin út. Um er að ræða afskaplega vandaða og veglega tvöfalda plötu sem inniheldur alla helstu smelli Mannakorna og mun hér vera um að ræða fyrsta skipti sem sveitin gefur út slíka safnplötu.