Mango tango nauðsyn á Þjóðhátíð
Verslunarmannahelgin hjá Helgu Rún Jónsdóttur
Víkurfréttir spurðu Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar.
Helga Rún Jónsdóttir er 19 ára Keflavíkingur sem er nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en starfar sem flokkstjóri í bæjarvinnunni í sumar. Hún ætlar í fyrsta sinn á Þjóðhátíð þessa verslunarmannahelgi.
Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara? Ég og vinkonur mínar erum að fara á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið.
Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Það er engin sérstök sem ég man eftir í fljótu bragði en eitthvað segir mér að þessi verslunarmannarhelgi verði eftirminnileg því ég er að fara á Þjóðhátíð í fyrsta skipti.
Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Það sem einkennir góða verslunarmannahelgi er að vera með góðum vinum, í góðu veðri, góðri stemningu og ekki má gleyma Mango tango.