Máney Dögg kveikti jólaljósin í Garði
Fjöldi Garðbúa og gesta var viðstaddur þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu í Garði á dögunum enda góð og hátíðleg dagskrá.
Það er hefð fyrir því að afmælisbarn dagsins tendri ljósin, að þessu sinni var það Máney Dögg Másdóttir.
Barnakór tónlistarskólans og Gerðaskóla söng nokkur lög, sem og söngsveitin Víkingarnir.
Tveir rauðklæddir og hvítskeggjaðir bræður mættu, rifjuðu upp jólalögin og skemmtu börnunum. Reyndar virtust margir fullorðnir hafa gaman að og fundu barnið í sér, segir Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði í vikulegum Molum úr Garði sem hann skrifar á heimasíðu Sveitarfélagsins Garðs. Myndin er einnig þaðan.