Mamman í vinahópnum
Ungmenni vikunnar
Nafn: Elísa Valsdóttir
Aldur: 13 ára
Skóli: Njarðvíkurskóli
Bekkur: 8. bekkur
Áhugamál: Dans
„Ég er eiginlega mamman í vinahópnum, ég hugsa rosalega mikið um vinkonur mínar,“ segir Elísa aðspurð hver sé hennar helsti kostur. Elísa er í Njarðvíkurskóla en hún stefnir að því að fara í skóla á höfuðborgarsvæðinu eftir grunnskóla.
Hvert er skemmtilegasta fagið?
Örugglega stærðfræði eða leiklist.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Íris Davíðsdóttir út af TikTok.
Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Þegar Torfi Gísla sagði okkur að hafa hljótt í þrjár mínútur og við máttum varla flétta bók og svo byrjaði hann að teikna typpi á töfluna.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Torfi Gísla.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Ég er ekki með eitthvað eitt sérstakt lag sem er uppáhalds, ég hlusta alltaf á playlista.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Ég elska sushi og pasta.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?
White Chicks klikkar ekki, mæli með henni.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?
Símann minn, Airpods og Ginger Ale.
Hver er þinn helsti kostur?
Ég er eiginlega mamman í vinahópnum, ég hugsa rosalega mikið um vinkonur mínar.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?
Ég myndi vilja geta flogið.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Þegar fólk er með góða nærveru.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar að fara í skóla í bænum.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það?
„Ha?“