Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mamma þriggja stelpna ákvað að fara sína eigin leið í lífinu
Ásta með stelpunum sínum, Heiðu Lind, Svölu Lind og Sunnevu Lind. VF-mynd: Sólborg
Mánudagur 30. október 2017 kl. 05:00

Mamma þriggja stelpna ákvað að fara sína eigin leið í lífinu

-Ásta Mjöll Þorsteinsdóttir varð ólétt af sínu fyrsta barni tvítug og segir lífið dásamlegt

„Ég er algjör stelpumamma og það er alltaf fjör á mínu heimili,“ segir hin 24 ára Ásta Mjöll Þorsteinsdóttir, en þann 3. ágúst síðastliðinn eignaðist hún sína þriðju dóttur. „Ég hef orðið vör við þá pressu í samfélaginu að maður verði að vera búinn með ákveðna hluti áður en maður stofnar fjölskyldu. Ég persónulega tel að fólk eigi rétt á því að fara sínar eigin leiðir í lífinu. Það er svo misjafnt hvað hentar hverjum og einum.“

Ásta varð ólétt af sínu fyrsta barni þegar hún var tuttugu ára gömul. „Við vorum alveg himinlifandi þegar við komumst að því að ég væri ófrísk. Mér fannst ég vera á besta aldri þegar ég átti mína fyrstu dóttur,“ segir Ásta, en frá því að fyrsta stúlkan kom í heiminn hún hefur orðið ófrísk með tveggja ára millibili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er alltaf nóg fjör á heimilinu hjá Ástu og Hermanni, manninum hennar, en heimilislífið fer í gang klukkan sjö á morgnana. Mæðgurnar halda svo af stað á leikskólann um átta leitið og Ásta Mjöll nýtir tímann á meðan sú yngsta sefur við að klára heimilisverkin og skella sér í súperform. Eldri stelpurnar tvær sækjast mikið eftir því að fá einhver hlutverk í heimilislífinu. „Þær eru mjög duglegar að leika sér saman eftir leikskólann áður en þær hjálpa mér við að undirbúa kvöldmatinn. Það finnst þeim svo sannarlega skemmtilegt og mér finnst það frábært því þá nýtum við samverustundirnar vel. Um helgar finnst okkur mikilvægt að gera eitthvað skemmtilegt saman, hvort sem það er heima eða út fyrir bæjarmörkin. Svo erum við duglegar að heimsækja vini og fjölskyldu.“

Að sögn Ástu eru stelpurnar þrjár ólíkir karakterar og því hafa þau því notað ólíkar uppeldisaðferðir til að nálgast þær sem best. „Allar meðgöngurnar voru planaðar og stelpurnar velkomnar í heiminn. Við hjónin erum svo alveg til í fleiri börn á heimilið í náinni framtíð. Mér finnst þetta alveg dásamlegt.“

[email protected]


Stelpurnar hjálpa mömmu sinni að búa til pizzu. VF-mynd: Sólborg