Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 29. mars 2000 kl. 14:57

Mamma bakar jarðaberjatertur

-segir Bryndís Brynjólfsdóttir sem fermist 20. aprílBryndís Brynjólfsdóttir fermist þann 20. apríl í Keflavíkurkirkju. Hún hlakkar mikið til þessa stóra dags. Bryndís hefur alltaf verið í sunnudagaskóla og hún segist alltaf hafa trúað á Guð. „Ég ætla að fermast vegna þess að Guð skapaði mig. Mér finnst gjafirnar ekki skipta miklu máli og ég myndi örugglega láta ferma mig þó að ég fengi hvorki gjafir né veislu“, segir Bryndís. Bryndís segist vera búin að bjóða fullt af fólki til veislu á fermingardaginn, en hún verður haldin í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík. „Frændfólk mitt og vinir koma í veisluna og mamma er byrjuð að baka fyrir mig. Hún er núna að baka jarðaberjatertur en ég hef aldrei smakkað svoleiðis tertu“, segir Bryndís og bætir við að það verði sennilega brúnkökur á boðstólnum fyrir litlu krakkana. Bryndísi finnst fermingarfræðslan hafa verið mjög skemmtileg og fróðleg. „Mér finnst ég hafa lært mjög mikið og ég trúi enn meira á Guð nú, en ég gerði áður.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024