Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 28. ágúst 2002 kl. 15:26

Málverkasýning í Fræðasetrinu á Sandgerðisdögum

Hlynur Ólafur Pálsson mun halda sýningu á verkum sýnum í Fræðasetrinu í Sandgerði á Sandgerðisdögum. Sýningin opnar 30. ágúst og stendur til 6. september. Sýningin verður opin föstudag til sunnudags frá kl. 13-17 en í næstu viku og fram að lokun verðu opið frá kl. 09-17.Hlynur sýnir á þriðja tug mynda sem eru unnar í olíu. Hlynur er sjálfsmenntaður í listinni en að sögn hefur hann verið að teikna frá því hann fyrst gat haldið á blýanti. Það þróaðist síðan yfir í olíumálun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024