Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Málverkasýning Álfheiðar í Saltfisksetrinu
Föstudagur 28. janúar 2005 kl. 14:07

Málverkasýning Álfheiðar í Saltfisksetrinu

Álfheiður Ólafsdóttir opnar sýningu í Saltfisksetrinu á morgun, laugardaginn 29.janúar kl:14:00. Sýninguna kallar hún Fjallið mitt. Allir eiga sitt fjall, Þríhyrningur í Fljótshlíð er henni hugleikinn því hún er alin upp við rætur hans.
Fjallið sjálft er ekki mikið í málverki Álfheiðar, heldur hugsar hún til  fjallsins og málar frá hjartanu. Í litum mynda hennar birtast minningar frá æskuárunum austan úr Fljótshlíð.


Sýningin stendur yfir í rúmar þrjár vikur, til 23. febrúar
Listsýningarsalur Saltfisksetursins er opinn alla daga frá 11:00til 18:00

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024