Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Málverkasala fyrir tvær milljónir
Mánudagur 28. febrúar 2011 kl. 11:02

Málverkasala fyrir tvær milljónir

Herrakvöld knattspyrnudeildar Keflavíkur var haldið í Stapanum á laugardagskvöldið. Fjölmennt var á herrakvöldinu eða um 160 herrar. Örn Garðarsson, eigandi Soho veitinga, matreiddi sjávarrétti með öllu tilheyrandi.

Veislustjóri var enginn annar en Sveinn Waage og ræðumaður kvöldsins var séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskála- og Hvasneskirkju. Sigurður fór á kostum í ræðu sinni og mátti heyra hlátur allan þann tíma sem hann stóð við púltið.

Seinna um kvöldið var svo málverkauppboð í umsjón Garðars K. Vilhjálmssonar sem var fjárhag Keflavíkur örugglega til góðs því málverk seldust fyrir nærri tvær milljónir, þar á meðal eftir listamanninn Tolla. Einnig var glæsilegt happdrætti í umsjón Kristjáns Helga Jóhannssonar.

Myndir frá kvöldinu má sjá í ljósmyndasafni Víkurfrétta með því að smella hér.

Ljósmyndir: Siggi Jóns



Ræðumaður kvöldsins var séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskála- og Hvalsneskirkju.



Sveinn Waage, uppistandari, var veislustjóri kvöldsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024