Málþingið „Áfram ábyrg“ haldið í Reykjanesbæ
Málþingið Áfram ábyrg - áhrif skilnaðar á börn og leiðir til úrbóta verður haldið í Kirkjulundi í Reykjanesbæ 23. febrúar 2007.
Málþingið er samvinnuverkefni Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar, Keflavíkurkirkju og Kjalarnessprófastsdæmis. Tilgangur þess er að varpa ljósi á og skapa umræður um vanda þann sem steðjar að börnum í skilnaðarmálum og leita leiða til þess að bregðast við honum.
Val á viðfangsefninu má rekja til samstarfs aðstandenda ráðstefnunnar sem hófst árið 2003, fjölskyldu-og forvarnarstefnu Reykjanessbæjar og framtíðarsýnar þess til ársins 2010 undir kjörorðinu “Tími til að lifa og njóta”. Aðstandendur ráðstefnunnar hafa í vali á verkefni haft fjölskylduna í fyrirrúmi og viðfangsefni ráðstefnunar tengist mörgum hópum og sviðum í samfélaginu, en málþing af þessu tagi hefur ekki farið fram áður hérlendis.
Á málþinginukemur saman fagfólk sem vinnur með fjölskyldur og börn í þessum aðstæðum og nýjustu rannsóknir verða kynntar.
Aðalfyrirlesarar eru þær Erika Beckmann sálfræðingur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu lúthersku kirkjunnar í Marburg í Þýskalandi og dr. Sigrún Júlíusdóttir professor í félagsráðgjöf.
Aðrir fyrirlesarar eru: Thomas Mainz, sálfræðingur og samstarfsmaður Eriku Beckmann; Álfgeir Logi Kristjánsson, aðjúkt við KHÍ og Lýðheilsudeild HR; Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur og starfsmaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar; Ingibjörg Bjarnadóttir hdl og umsjónarmaður Sáttamiðlunar og Valgerður Halldórsdóttir, kennari og félagsráðgjafi MA og formaður Félags stjúpfjölskyldna.
Pallborðsumræður verða í lok ráðstefnunnar.
Þá flytur Edda Björgvinsdóttir, leikkona, þætti úr leikritinu, Alveg BRILLJANT skilnaður.
Laugardaginn 24. febrúar frá kl. 10-12:30 verða myndaðir vinnuhópar undir stjórn Eriku Beckmann og Thomas Mainz undir yfirskriftinni Úrræði í málefnum skilnaðarbarna.
------------------------------------------------------------------------------------
DAGSKRÁ
Ráðstefnustjóri: Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar
10.00 – 10. 15 Ráðstefnan sett: Gunnar Kristjánsson prófastur Kjalarnessprófastdæmi
10.15 – 10.20 Ávarp: Hjördís Árnadóttir framkvæmdastjóri fjölskyldu-og félagsþjónustu Reykjanesbæjar
10.20 – 11.10 Erika Beckmann sálfræðingur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu lúthersku kirkjunnar í Marburg, Þýskalandi. „How children and young people experience the separation of their parents“
How children experience the seperation of their parents depends mainly on their age, their kind of attachment to their parents and the ability of the adults to handle the situation.
11.10 – 11.50 Dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. „Börn og skilnaðir“
Breytingar á lífsgæðum barna við skilnað foreldra. Niðurstöður rannsóknar um viðhorf og reynslu ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi af skilnaðarferlinu og innri og ytri breytingum eftir skilnað foreldra.
11.50 –12.50 Hádegishlé
12.50 – 13.05 Edda Björgvinsdóttir leikari, leikstjóri og höfundur. Brot úr leikritinu „Alveg BRILLJANT skilnaður“
13.05 – 13.25 Álfgeir Logi Kristjánsson, aðjúnkt við Kennslufræði- og lýðheilsudeild HR. „Fjölbreytt fjölskyldugerð: Líðan, aðstæður og árangur íslenskra unglinga“
Kynning á niðurstöðum rannsókna frá Rannsóknum & greiningu um aðstæður, líðan og árangur íslenskra unglinga eftir fjölskyldugerð.
13.25 – 13.45 Thomas Mainz sálfræðingur og ráðgjafi hjá fjölskylduþjónustu luthersku kirkjunnar í Marburg, Þýskalandi.“Systemic consultations with self-re-organizing families after separation or divorce”
How ressource-oriented systemic work can support separated and new-combined families in their process of reorganizing themself and in finding new happiness.
13.45 – 14.05 Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur„Börn og fjölskylduaðstæður“
Byggt er á könnun á börnum í 5 - 7. bekk í Reykjavík og fjallað um líðan þeirra og aðlögun eftir því hjá hverjum þau búa. Einnig eru samskipti barnanna við foreldra sína og félaga skoðuð í ljósi fjölskylduaðstæðna.
14.05 – 14.25 Ingibjörg Bjarnardóttir, hdl.„Sáttamiðlun um hag og þarfir skilnaðarbarna“
Hvað er sáttamiðlun? Getur sáttamiðlun verið ákjósanleg aðferð til að hafa jákvæð áhrif á skilnaðarferli foreldranna? Samtímis því að hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á aðstæður barnanna í skilnaðarferlinu og til frambúðar? Fjallað verður um svör við þessum spurningum.
14.25 – 14.40 Kaffihlé
14.40 – 15.10 Valgerður Halldórsdóttir, kennari og félagsráðgjafi, MA, formaður Félags stjúpfjölskyldna. „Af hverju fæ ég bara eitt blað til að teikna húsið mitt?“
Í erindinu er m.a. fjallað um hvernig leik-og grunnskólinn getur komið til móts við börn í stjúpfjölskyldum.
15.10-15.50 Pallborðsumræður undir stjórn Árna Sigfússonar bæjarstjóra
15.50 – 16.00 Ráðstefnuslit Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Vinnustofa laugardaginn 24. febrúar 2007:
10.00 – 12.30 Undir stjórn sálfræðinganna Eriku Beckmann, og Thomas Mainz
Úrræði í málefnum skilnaðarbarna
The planning of a group for children in the age between 10 – 12 years old whose parents have separated. There will be the possibility to get to know several activities which can help children to cope with the situation.
Af vef Reykjanesbæjar