Málþing um velferð, hamingju og lífsgildi
Keflavíkurkirkja stendur fyrir málþingi sunnudaginn 8. nóvember næstkomandi undir heitinu heitinu Velferð, haminga og lífsgildi. Málþingið er haldið í tilefni þess að ár er liðið frá því að Velferðarsjóður á Suðurnesjum var stofnsettur.
Dagkrá málþingsins hefst með guðsþjónustu kl. 11 sem verður helguð yfirskrift þingsins, Velferð, hamingju og lífsgildi.
Þingið sjálft verður svo sett kl. 12:15 með erindi Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, um Velferðarsjóðinn og hvað hafi áunnist.
Hjálmar Árnason, framkvæmdarstjóri Keilis á Vallarheiði flytur erindi undir heitinu Hamingjan er hér og Hjörleifur Þór Hannesson, verkefnisstjóri MSS, fjallar um jákvæð lífsgildi.
Þá verða stofnaðir umræðuhópar. Fyrirtækjum og félagasamtökum sem gefið hafa í Velferðarsjóðinn verða afhent viðurkenningarskjöl öðrum til hvatningar.