Málþing um sögu Voga og Vatnsleysustrandarhrepps
Málþing um sögu Vatnsleysustrandarhrepps / Sveitarfélagsins Voga verður haldið næstkomandi laugardag, 24. apríl í Stóru-Vogaskóla. Tilefnið er 120 ára afmæli sveitarfélagsins en rekja má sögu þess aftur um 740 ár. Málþingið er á vegum Minjafélags Vatnsleysustrandarhrepps í samstarfi við Sveitarfélagið Voga.
Á dagskrá verða mörg áhugaverð framsöguerindi tengd sögu sveitarfélagsins auk þess sem farið verður í gönguferð um söguslóðir. Sýnd verður kvikmynd út netaróðri frá Vogum 1958 og margt fleira.
Nánari útlistun á dagskrá og skráningu er hægt að nálgast hér.