Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Málþing í Akademíunni
Fimmtudagur 12. apríl 2007 kl. 11:56

Málþing í Akademíunni

Nokkrir nemendur í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og Íþróttaakademíuna hafa haft veg og vanda við undirbúning málþings sem verður haldið í dag og fjallar um mikilvægi sérkennslu við íþróttakennslu í grunnskólum. Einnig verður gerð grein fyrir aðstæðum sem krefjast sérkennslu í íþróttum. Dagskrá hefst kl. 15 og fundarstjóri er Hjálmar Árnason.

 

Fyrirlesarar úr ýmsum áttum sem tengjast þessu mikilvæga málefni munu flytja stutt erindi. Boðið er öllum starfandi íþróttakennurum á landinu, öllum alþingismönnum og fjölmörgu fagfólki á þessu sviði og fleirum. Vandað hefur verið til verka við dagskrárgerð og má sjá dagskrána með því að smella hér.

Ekki þarf að tilkynna þátttöku og aðgangur er ókeypis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024