Mallorca-stemmning í Sundmiðstöðinni
Nú er Mallorca-stemmning í Sundmiðstöð Keflavíkur. Opinber hitamælir á svæðinu sýnir 15 stiga hita en við vaðlaugarnar og í sólbaðsaðstöðunni eru 25-30 gráður. Þeir sem hafa lítið annað að gera en að vafra á netinu þessa stundina, ættu að slökkva á tölvunni og skella sér í sund og fá smá lit á kroppinn. Myndin var tekin í vatnsrennibrautinni nú eftir hádegið.
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson