Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 23. febrúar 2000 kl. 15:05

Mallorca og Portúgal vinsælustu staðirnir í ár

segir Kolbrún Garðarsdóttir hjá Úrval-Útsýn Úrval-Útsýn kynnti nýjan sumarleyfisbækling s.l. sunnudag við frábærar viðtökur bæjarbúa að sögn Kolbrúnar Garðarsdóttur, sölustjóri hjá Úrval-Útsýn í Keflavík. „Hér var mikið fjör, kaffi, súkkulaði, happdrætti ofl. Það var metár í bókunum hjá okkur og ótrúlegt hvað fólk var ákveðið í að fara í sólina í sumar, og greiddu flestir strax inná ferðirnar sínar til að tryggja sér betra frí“, segir Kolbrún. Vinsælustu staðirnir hjá ferðaskrifstofunni eru sem fyrr Mallorca og Portúgal sem hafa fest sig verulega í sessi hjá Suðurnesjabúum. Nýungin hjá Úrval Útsýn í sumar er gríska eyjan Krít, sem er sunnarlega í Miðjarðarhafinu, sólrík og einstök. „Til marks um hvað þeirri nýjung hefur verið vel tekið, þá seldist upp í páskaferðina okkar á fyrsta degi, og í aukaferðina sömuleiðis samstundis. Okkar farþegar vilja njóta góðrar þjónustu og gista á góðum gististöðum sem Úrval Útsýn býður eingöngu“, segir Kolbrún og það er auðheyrt að ferðalagavertíðin leggst vel í hana enda full ástæða til miðað við móttökurnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024