Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Málað og þvegið í sumarblíðu á Suðurnesjum
Þriðjudagur 25. maí 2010 kl. 10:31

Málað og þvegið í sumarblíðu á Suðurnesjum

Það er sannkölluð sumarblíða á Suðurnesjum í dag og mannlífið ber þess svo sannarlega merki. Víða má sjá fólk við garðyrkjustörf en einnig mátti sjá háþrýstidælur og málningarrúllur brúkaðar í morgunblíðunni. Meðfylgjandi myndir voru teknar annars vegar við Krossmóa þar sem starfsmaður Betri þrifa hreinsaði bílastæðið af mikilli natni. Hin myndin var tekin í Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem málningarrúllan var brúkuð, ekki á báta, heldur á sjálfa skipasmíðastöðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson