Makríllinn er kominn
Makríllinn er mættur við strendur landsins og nú flykkjast veiðimenn á öllum aldri niður á bryggjuna í Keflavík til að næla sér í soðið, já eða á grillið. Eftirfarandi myndir tók Einar Guðberg Gunnarsson í gærkvöldi þegar bryggjan var óðum að fyllast af veiðimönnum. Sjá má skipið Happasæl KE á einni myndanna með veiðafæri til makrílveiða.