Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Mannlíf

Makríl-æðið er byrjað
Vænn makríll sem veiddist við Keflavíkurhöfn í gærkvöldi. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Miðvikudagur 11. júlí 2012 kl. 18:12

Makríl-æðið er byrjað

Makríll mokveiðist nú við Keflavíkurhöfn og er makríllinn vænn og fallegur. Fjölmargir veiðimenn voru við höfnina í gærkvöldi að stangir á lofti og fengu fisk í hverju kasti. Allur gangur er á því hvað fólk gerir svo við aflann. Margir fara þó með hann heim og ætla sér að matreiða þennan nýbúa í íslenskri lögsögu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við Keflavíkurhöfn í gærkvöldi en þegar horft er til hafnarinnar núna frá höfuðstöðvum Víkurfrétta má sjá að veiðimönnum er að fjölga.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Veiðimenn að störfum.


Makríll er ágætis matfiskur og má nota ýmsar aðferðir við að elda hann.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25