Magnús Pálsson sýnir í SUÐSUÐVESTUR
Laugardaginn 22. janúar opnar í fyrsta skipti í Reykjanesbæ sýningarýmið SUÐSUÐVESTUR að Hafnargötu 22 með sýningu Magnúsar Pálssonar. Magnús Pálsson hóf sinn feril innan veggja leikhússins. Hann teygði sig fljótt yfir á öll svið listarinnar og sem myndlistmaður á hann rætur sínar m.a. að rekja til fluxus-hreyfingarinnar. Magnús var einn af forsprökkum SÚM og var frumkvöðull í stofnum nýlistadeildar við Myndlista og handíðaskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hann unnið mikið með video, hljóð, texta, raddir og rýmisverk, samið kórverk og allan fjandann. Magnús vinnur að þessu sinni innsetningu með húmórísku ívafi sérstaklega ætlaða staðnum.
Opnunin er 22. janúar kl. 15.00, opið verður fimmtudaga og föstudaga milli 16 og 18 og laugardaga og sunnudaga milli 14 og 17. Sýningunni lýkur sunnudaginn 13. febrúar.
Opnunin er 22. janúar kl. 15.00, opið verður fimmtudaga og föstudaga milli 16 og 18 og laugardaga og sunnudaga milli 14 og 17. Sýningunni lýkur sunnudaginn 13. febrúar.