Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Magnús og Jóhann á Trúnó í Hljómahöll
Mánudagur 10. september 2018 kl. 09:49

Magnús og Jóhann á Trúnó í Hljómahöll

Hljómahöll heldur áfram með tónleikaröðina Trúnó sem hófst síðast liðinn vetur og sló svo sannarlega í gegn. Magnús og Jóhann eru fyrstu listamennirnir sem eru tilkynntir en þeir verða á trúnó í Bergi í Hljómahöll fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20:00.
 
Magnús og Jóhann hafa gefið út fjölda laga sem allir landsmenn þekkja. Má þar á meðal nefna lögin Álfar, Söknuður, Blue Jean Queen, Jörðin sem ég ann, Í Reykjavíkurborg og Þú átt mig ein. Þetta verður kvöldstund sem enginn aðdáandi þeirra Magnúsar og Jóhanns ætti að láta framhjá sér fara.
 
Tónleikar hefjast kl. 20:00. Húsið opnar klukkan 19:00. Miðasala er á tix.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024