Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Magnús fræddi unglinga um drauga og framhaldslíf
Miðvikudagur 28. nóvember 2007 kl. 09:38

Magnús fræddi unglinga um drauga og framhaldslíf

Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélagsins, heimsótti 88 húsið nýlega og hélt þar fyrirlestur um drauga, dulræn málefni og líf eftir dauðann. Auk þess fræddi hann gesti um geimverur og fljúgandi furðuhluti.

 

Magnús hefur þrisvar áður heimsótt 88 Húsið og iðulega hefur verið húsfyllir en í þetta skipti mættu rúmlega 50 manns. Á fyrirlestrinum sýndi Magnús myndir af draugum og framliðnum og myndband af fljúgandi furðuhlutum. Voru gestir afar sáttir enda stóð fyrirlesturinn til að verða tólf en samt náði Magnús ekki að klára fyrirlesturinn, slíkur var áhuginn. Krakkarnir verða því að vona að hann komi aftur í heimsókn innan tíðar og fræði þau enn frekar.

Af www.88.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024