Magni læstist inni í skúringakompu í Offanum
Magni Ásgeirsson, forsöngvari hljómsveitarinnar Á móti sól, læstist inni í skúringakompu í Offiseraklúbbnum á Ásbrú í morgun. Það varð til þess að hann missti af fyrstu mínútunum í viðtali þeirra Gulla Helga og Lísu Einars við hljómsveitian í morgunþætti Kanaútvarpsins í morgun.
Magni var að skoða sig um í Offiseraklúbbnum, sem er stórt og mikið hús. Hann slysaðist inn í skúringakompu og lokaðist þar inni. Honum var þó bjargað fyrir rest og komst í útvarpsviðtalið.
Strákarnir í Á móti sól voru hressir að vanda en þeir eiga 10 ára Magnaafmæli á þessu ári. Þeir eru að spila í kvöld í Árnesi og svo á Egilstöðum annað kvöld.
Mynd af vefsíðunni kaninn.is