Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Magnað myndband af Íslandi úr lofti
    Úr myndbandinu: Reykjanesviti og umhverfi hans.
  • Magnað myndband af Íslandi úr lofti
Fimmtudagur 10. júlí 2014 kl. 13:39

Magnað myndband af Íslandi úr lofti

- tekið með fjarstýrðri þyrlu.

Hvernig ætli Gunnuhver, Reykjanesviti eða Bláa lónið líti út úr lofti? Helsti möguleiki fyrir almennan borgara til að sjá það er með því að vera farþegi í flugvél þegar tekið er á loft eða í aðflugi.

Keflvíkingurinn Óli Haukur Mýrdal, sem rekur ljósmyndaþjónustuna OZZO, ferðaðist fyrir skömmu um suður- og suðvesturland með fjarstýrða þyrlu sem hægt er að festa ljósmyndunarbúnað á. Sú tækni býður upp á ýmsa möguleika hvað varðar ljósmynda- og kvikmyndatökur. Þyrlan hans kemst í 1200-1500 fet.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Afraksturinn er þetta myndband, sem hrein unun er að horfa á.