Mannlíf

Magnað að vinna með pabba sínum
Söngkonan Jana María Guðmundsdóttir.
Þriðjudagur 3. október 2017 kl. 10:00

Magnað að vinna með pabba sínum

-Feðginin Jana María Guðmundsdóttir og Guðmundur Hreinsson efna til tónleika í kvöld í Hljómahöll

„Pabbi varð sextugur í lok ágúst og okkur fannst það verðug tímamót til að efna til tónleika,“ segir Jana María, en kl. 20 í kvöld munu þau feðginin halda tónleika í Hljómahöll. Þeim til halds og trausts verður hljómsveitarstjórinn Magnús Kjartansson ásamt hljómsveit.

Á tónleikunum verður farið í gegnum sögu og tónlist Guðmundar, en hann hefur lengi samið lög og texta. Hann byrjar einn á sviðinu og rekur lagasmíðar sínar allt frá fyrsta laginu sem hann samdi á áttunda áratugnum. Þau enda svo tónleikana með hljómsveit og kór.

„Það er nokkuð magnað að vinna með pabba sínum. Við þekkjumst auðvitað mjög vel, vitum að hverju við stefnum og hvernig þessi músík á að vera. Höfundaverk pabba er að verða ansi stórt og við flytjum bara lög eftir hann á tónleikunum. Textarnir eru svo flestir eftir hann, auk þess sem einstaka textar eftir textaskáld og íslensk ljóðskáld slæðast með í bunkann. Lögin eru þýð og ljúf dægurlög og það er auðvelt að syngja með,“ segir Jana María, en hún hefur lengi verið í tónlist og mun í haust gefa út sína fyrstu breiðskífu sem ber heitið FLORA og inniheldur hennar eigin lagasmíðar og texta.

Hægt er að nálgast miða á tónleika þeirra feðgina hér.

Public deli
Public deli