Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Maggi klipp heimsótti sjöttubekkinga í Garði
Sunnudagur 6. nóvember 2022 kl. 08:13

Maggi klipp heimsótti sjöttubekkinga í Garði

Nemendur í 6. bekk ÞT í Gerðaskóla fengu frábæra heimsókn frá Magnúsi Orra, Magga klipp, sem er einn af þáttastjórnendum þáttanna Með okkar augum sem sýndir eru á RÚV. Bekkurinn hefur horft á alla þættina og unnið verkefni tengdum þeim. 

„Mesta spennan var svo að bjóða Magnúsi í heimsókn og spyrja hann spurninga sem börnin sömdu. Búið að vera frábært verkefni að vinna með þessa þætti sem hafa kennt okkur svo mikið,“ segir á vef Gerðaskóla í Garði, þar sem Magnúsi Orra eru færðar þakkir fyrir heimsóknina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024