Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Magadansinn dunar í Sandgerði
Þriðjudagur 2. mars 2004 kl. 09:20

Magadansinn dunar í Sandgerði

Það verður allt á iði í Púlsinum í marsmánuði. Í samvinnu við Kramhúsið verður námskeið í magadansi og koma kennararnir þaðan. Með þessu námskeiði má segja að hefjist formlegt samstarf Kramhússins og Púlsins.
Kramhúsið hefur til margra ára boðið upp á fjöldann allan af spennandi námskeiðum, bæði með innlendum og erlendum kennurum. Púlsinn vill feta sömu slóð og bjóða alltaf upp á það besta hverju sinni í öðruvísi heilsurækt. Ævintýraleg heilsulind fyrir líkama og sál er markmið Púlsins.
Magadans er spennandi dansform sem notið hefur gífurlegra vinsælda. Hann örvar kynþokka kvenna og stundum er hann kallaður frjósemisdans. Tónlistin er seiðandi en dansinn einblínir á mjaðmasvæðið, hendur og fætur. Það eina sem konur þurfa að hafa með sér í tíma er slæða til að setja um mjaðmirnar.
Svo vindum við ofan af okkur þreytu vikunnar í orkudansi (energy dance) en námskeið hefst föstudagskvöld klukkan 20:00. Orkudans er einnig mjög spennandi nýjung sem veitir kraft í kroppinn og mikla útrás. Þó þú komir þreytt í tíma þá ertu uppfull af orku og endurnærð á líkama og sál eftir tímann. 
Nú er tækifærið fyrir konur til að taka sig saman og drífa sig í dans, hafa gaman af lífinu, eiga stund með sjálfri sér og fleiri hressum konum!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024