Magadans í Sandgerði
Helgina 15.-16. nóvember verður magadansnámskeið fyrir konur í Púlsinum með Tove Vestm¢ sem er dönsk magadansmey og frábær kennari. Hún kennir glæsilegan arabískan magadans. Tove Vestm¢ er íslenskum konum að góðu kunn því þetta er fjórða námskeið með henni hér á landi en kennsla hennar höfðar til allra aldurshópa. Hægt er að vera með báða dagana.Á laugardeginum verður alls konar dekur, máltíð og magadans fyrir byrjendur en á sunnudeginum er framhaldsnámskeið í magadansi. Enn eru nokkur pláss laus en skráningu lýkur laugardaginn 8.nóvember. Lestu meira um magadanshelgina á www.pulsinn.is eða kannaðu málið í s. 848-5366. Púlsinn ævintýrahús.