Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mættu með skrautlega hatta til starfa
Mánudagur 16. október 2006 kl. 17:30

Mættu með skrautlega hatta til starfa

Fyrir skemmstu brugðu starfsmenn Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á það ráð að mæta til vinnu með skrautlega og fína hatta á höfði sér. Kveikjan að uppátækinu var fyrirlesturinn Fish! A Remarkable Way to Boost Morale and Improve Results sem er byggður á samnefndri bók.

Á fyrirlestrinum var fjallað um leiðir til að gera vinnuna skemmtilegri, viðhorf okkar gagnvart vinnunni og að sjá hlutina í jákvæðu ljósi og nota gott skopskyn.

Á vefsíðu Flugstöðvarinnar segir að þetta skemmtilega framtak hafi þegar skapað líflegri og skemmtilegri vinnustað og að til þess þurfi ekki nema smá hugmyndaflug og framtakssemi.

Samkvæmt nýlegum rannsóknum vinna Íslendingar lengsta vinnuviku allra þjóða í Evrópu. Við verjum stærsta hluta dagsins eða u.þ.b. 75% af vökutíma okkar í vinnunni og því er mikilvægt að hafa gaman af vinnunni.

www.flugstod.is

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024